Ferðamennska og þjóðgarðar (TPN-NORD)

Frá Þingvöllum. ©Eyrún J. BjarnadóttirRMF hafði frumkvæði að því að kalla saman fræðimenn úr Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Hólum, sem hafa staðið að rannsóknum sem tengjast með einhverjum hætti samspili ferðamennsku, orkumannvirkja, náttúruvernd og byggðaþróun.

Markmið hópsins er að vinna saman að rannsóknarverkefnum sem beina sjónum að ferðamennsku í íslenskri náttúru og þeirri togstreitu sem kann að skapast milli ferðaþjónustu og annarra atvinnugreina, milli ferðaþjónustu og náttúruverndar og hvernig þessir þættir tengjast byggðaþróun.

Hópurinn hefur þegar skilgreint eitt rannsóknarverkefni, þar sem áherslan er á ferðamennsku og þjóðgarða og leitar nú leiða til að fjármagna þá rannsókn en einnig verður unnið að því á næstu misserum að finna fleiri samstarfsfleti á þessu sviði.

Dr. Auður H Ingólfsdóttir stýrir þessari vinnu fyrir hönd RMF [audur@unak.is].