Upptökur

Erindi og málstofur

Starfsfólk RMF heldur erindi við ýmsar ráðstefnur og málstofur hérlendis sem og erlendis, einnig koma margir gestafyrirlesarar fram á málstofum RMF.  

 

Upptökur af Örráðstefnum RMF

Örráðstefna RMF hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Formið á örráðstefnunni er þannig að hún hefst á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð þessarar örráðstefnu. Þar á eftir stíga frummælendur á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum lýsa þekkingu sinni á málefni ráðstefnunnar. Að því loknu er opnað fyrir umræður og spurningar. 

 

Upptökur af útvarpsþáttunum "Áfangastaður: Ísland"

Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur Íslendinga að vera gestgjafar stórra hópa í strjálbýlu og viðkvæmu landi? "Áfangastaður: Ísland" var þáttaröð á RÁS 1 sem flutt var sunnudagsmorgna sumarið 2014, þar sem fjallað var um ferðamál í víðum skilningi.

 

Upptökur af útvarpsþáttunum "Umhverfisspjall"

Þættirnir voru fluttir vorið 2007 á RÁS 1 og hafði Edward H. Huijbens meðumsjón með þáttunum.