Ábyrg uppbygging ferðaþjónustunnar

Undanfarin ár hefur bandaríski fræðimaðurinn David L. Edgell tekið saman og birt greiningu á alþjóðlegri umræðu um ferðamennsku og ferðaþjónustu í heiminum. Þar raðar hann áhersluefnum umræðunnar eftir vægi og setur fram í tíu liðum en listarnir endurspegla áherslur komandi árs.

Nýverið birtist listi yfir helstu áherslur alþjóðlegrar ferðaþjónustu árið 2017 og þar má sjá skýra áherslu á aukið vægi ábyrgrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar á heimsvísu.

Efst á lista ársins 2017 er mikilvægi viðhalds félags- og menningarlegrar sjálfbærni áfangastaða, ásamt sjálfbærni náttúru og auðlinda. Þessi áhersluþáttur taldist fimmti mikilvægasti þáttur ferðaþjónustunnar árið 2014 en hefur síðan tekið sér stöðu æ ofar á lista hvers árs.
Mikilvægi aðgerða vegna langtímaáhrifa loftslagsbreytinga á alþjóðlega ferðamennsku raðast í fjórða sæti á lista næsta árs, atriði sem sat næstneðsta sæti lista áranna 2014 og 2016.

Þriðji mikilvægasti þáttur ársins 2017 er hag-pólitísk staða alþjóðasamfélagsins, en sá þáttur hafði vermt toppsæti listans árin þrjú á undan, meðan vægi öryggisþátta ferðaþjónustunnar hefur setið í öðru sæti listans öll árin og gerir áfram á listun næsta árs. 

 

 2017 

  Áhersluþættir

 2016 

 2015 

 2014 

 1

Importance of maintaining a destination’s sustainability regarding social, cultural, natural and built resources

 3

 4

 5

 2

Concerns for safety and security remain an important issue for the travel and tourism industry

 2

 2

 2

 3

Impact on the travel and tourism industry resulting from a global economic-political perspective

 1

 1

 1

 4

Responding to increased interest in potential long-term consequences of climate change impacts on tourism

 9

 7

 9

 5

Necessity for increased local/regional/national leadership in tourism policy and strategic planning

 4

 3

 10

 6

Educating users about optimizing the application of new technologies in the tourism industry

 6

 5

 7

 7

Resolving barriers to travel: visas, passports, airline services, fees, and delays

 5

 8

 4

 8

Understanding the transformative effect that tourism has on the geopolitics of socio-economic progress

 7

 6

 3

 9

Effect on travel and tourism from natural/human-induced disasters, health issues, and political disruptions

 8

 9

 6

 10

Changes in tourism demand resulting from increased travel by emerging nations

 10

 10

 8


David L. Edgell er prófessor við East Carolina háskólann í Bandaríkjunum. Listana byggir hann á greiningu fjölbreytilegra upplýsinga svo sem álitsgjafar sérfræðinga, ýmsum útgáfum ferðaþjónustunnar, bóka, tímarita, ráðstefnurita auk umræðna innan háskólanna og rannsókna og kannana.

Lesa má nánar um tilurð listunar mikilvægustu atriða ferðaþjónustunnar á heimsvísu með því að smella hér.