Ferðaþjónusta sem ylrækt II

Listaháskóli Íslands stóð fyrir Hugarflugi í annað sinn dagana 15.-16. maí 2013. Á ráðstefnunni voru í boði tvær málstofur um ferðamál undir titlinum Ylrækt rísómatískra sprota: Ferðaþjónusta í nýju ljósi.

Forstöðumaður RMF flutti þar erindi með titilinn Landslag, upplifun og ferðavaran sem var framhald kynningar sem haldin var á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands um miðjan mars sl. Á málstofu sem bar titilinn Iceland – Niceland – Disneyland: Frá verufræði til verkefna í ferðaþjónustu, fjallaði forstöðumaður um markaðsvirði landslags með spurningarmerki aftan við. Tvennt varð til umhugsunar þar. Annarsvegar hugtakið froða og hinsvegar hugmyndin um ferðaþjónustu sem ylrækt. Bæði urðu uppistaða erindisins á Hugarflugi og má nálgast texta erindisins og glærur hér að neðan.

Það sem ylrækt og efni erindisins þýðir fyrir ferðaþjónustu er að í stað viðmiða árangurs sem snúa að fjölda eða veltu þarf að horfa til þess hvernig ferðaþjónusta eflir samfélag heimafólks og með hvaða hætti. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu ættu þannig að spyrja sig hvaða uppbygging eflir möguleika samfélaga á því að verða og virkja eigið hreyfiafl.

Texti erindisins er hér

Glærur með textanum eru hér