Fulbright rannsakandi á RMF

Dr. Nathan Reigner
Dr. Nathan Reigner

Dr. Nathan Reigner er Fulbright-rannsakandi á vegum RMF og Háskólans á Akureyri árið 2019.

Í rannsóknadvöl sinni mun Dr. Reigner leggja megin áherslu á tvenns konar verkefni. Annars vegar rýningu á þeirri endurskipulagningu sem nú stendur yfir á skipulagi og stýringu þjóðgarða og verndaðra svæða hér á landi, auk hugmynda um stofnun þjóðgarðar á miðhálendinu. Hins vegar vöktun á áhrifum ferðamennsku og ferðaþjónustu í þjóðgörðum sem byggð er á kerfisbundinni gagnasöfnun ólíkra þátta.

Fulbright rannsóknir Nathans eru fjármagnaðar af Utanríkisráðuneyti Íslands og norðurslóðarannsóknaáætlun Bandarísku vísindastofnunarinnar (US National Science Foundation’s Arctic research program). 

Lesa má nánar um Dr. Reigner og rannsóknadvöl hans hjá RMF og HA með því að smella hér.