Heimsókn frá Prince Edwards eyju

Dr. James Randall
Dr. James Randall

Undir lok síðustu viku, buðu RMF og Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri til opins fyrirlestrar. Þar sagði Dr. James Randall frá tilurð og örum framgangi líftækniiðnaðar á Prince Edwards eyju í Kanada, svæði sem lengst af hefur einkennst af einsleitu atvinnulífi. Dr. Randall hélt einnig fyrirlestra við Háskóla Íslands og í Verinu vísindagörðum á Sauðárkróki, auk þess sem hann heimsótti ferðamáladeild Háskólans á Hólum.


Dr. James Randall er formaður framkvæmdaráðs Stofnunar í eyjafræðum (Institute of Island studies) við Háskólann á Prins Edward eyju og umsjónarmaður meistaranáms í Eyjafræðum (Island Studies program) við skólann. Hann fer einnig, ásamt Dr. Godfrey Baldacchino, með formennsku nýstofnaðrar stöðu UNESCO á sviði eyjafræða og sjálfbærni (Chair in Island Studies and Sustainability). Ein forsenda heimsóknar Dr. Randall hingað til lands er mögulegt samstarf við íslenskar mennta- og rannsóknastofnanir á sviði nýsköpunar og ferðamála.