Kosningaréttur kvenna 100 ára

Rannsóknamiðstöð ferðamála verður lokuð eftir hádegið 19. júní í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Mikil hátíðarhöld verða bæði á Akureyri og í Reykjavík þennan dag og því er starfsfólki miðstöðvarinnar gert kleift með þessum hætti að taka þátt og fagna þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar.