Lokaverkefnisverðlaun RMF 2013

Árlega veitir Rannsóknamiðstöð ferðamála verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin eru 100.000 krónur. Nánari upplýsingar má sjá hér.

Allir nemendur sem gert hafa lokaritgerð á grunn- eða meistarastigi með fyrstu einkunn á árinu 2013 koma til greina fyrir þessi verðlaun. Verðlaunin eru veitt með fulltingi og stuðningi Samtaka ferðaþjónustunnar

Ábendingar má senda til Edward H. Huijbens, forstöðumanns RMF á edward@unak.is.