Norræn ráðstefna um ferðamál haldin í Reykjavík 1.-3. október

Askja - the home of tourism studies at the University of Iceland
Askja - the home of tourism studies at the University of Iceland

Dagana 1.-3. október verður norræna ferðamálaráðstefnan Nordic Symposium haldin í 24. sinn. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands og á Hótel Sögu.

Þema ráðstefnunarinnar er „Ábyrg ferðaþjónusta?“.  Skipulagning ráðstefnunnar er í höndum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann á Hólum og Háskólann á Akureyri. Ráðstefnan er haldin í Háskóla Íslands og á Hótel Sögu. Norræna ferðamálaráðstefnan - Nordic Symposium - er haldin ár hvert og skiptast Norðurlandaþjóðirnar á um að halda hana. Fimmta hvert ár er hún haldin hér á Íslandi. Síðast var hún á Akureyri, árið 2010.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þau mál og rannsóknir sem eru efst á baugi er kemur að ábyrgri ferðamennsku og hvernig ferðaþjónusta geti í sinni vöruþróun byggt á hugmyndum um ferðamennsku sem eru í takti við þarfir náttúru og samfélags. Í nútíma ferðamennsku ferðast fólk um hnöttinn og upplifir drauma sína og markmið á áfangastöðum án mikilla vandræða. Á ferðalögum stendur fólki þannig til boða að leggja til hliðar ábyrgð sem það ber hvern dag heima fyrir þegar það fer á framandi slóðir, kynnist nýrri menningu eða náttúruundrum, hvort heldur sem er vegna vinnu eða til afþreyingar. En áhrif ferðalaga á umhverfið verða æ sýnilegri nú á tímum loftslagsbreytinga. Áhrif ferðafólks á menningu og samfélag þess fólks sem sótt er heim verður sífellt augljósara og er ofarlega á baugi í umræðu um ferðamál um þessar mundir. Hvernig væri hægt að ímynda sér ferðamennsku sem ábyrga iðju og hvernig getur ferðafólk orðið næmara gagnvart þeim stöðum sem það sækir heim og möguleikum til að efla og bæta náttúru þeirra og samfélag?

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru fjórir en um 170 erlendir og innlendir fræðimenn verði með erindi í 27 málstofum á ráðstefnunni. Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér: http://24thnordicsymposium.rmf.is/programme/.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru:

  • Dr. Anniken Greve, Prófessor við Bókmennta- og menningarsvið Heimskautaháskólans í Tromsö, Noregi
  • Dr. Dianne Dredge – Prófessor í stefnumótun ferðamála og þróun áfangastaða, Menningar og alþjóðasviði Háskólans í Álaborg, Danmörku
  • Sævar Freyr Sigurðsson – Framkvæmdastjóri Saga Travel
  • Dr. Scott McCabe – Prófessor í markaðsfræði og ferðamennsku, Viðskiptaháskólanum í Nottingham, Bretlandi

Málstofur ráðstefnunnar eru framlag ráðstefnugesta. Málstofuheitin má sjá hér að neðan með enskum heitum:

  • Overloaded? The destiny of nature tourist destinations in times of limitless demand
  • Diaspora and tourism: Migrants as tourists – tourist as migrants
  • Reformulating ‘tourism destination development’ in terms of responsible tourism
  • Winter adventures in the North: performances and responsibilities
  • The geographical imaginaries of consumption
  • Responsible Engagement with Animals in Tourism
  • Sharing Space with Tourism
  • Encounters, controversies and responsibilities – exploring relational materialism resource
  • Volunteer tourism: Pushing the boundaries
  • Whose responsibility?
  • The Dynamics of Networks, Networking and Innovation in the Tourism Industry
  • Responsible geographies and local realities of tourism in the Nordic peripheries
  • The Authenticity Debate: Implications for Responsible Tourism
  • Green Ice: Responsible creation of nature in the High North?
  • World Heritage Sites – to protect from or to use for tourism?
  • Tourism and hospitality work(ers): new challenges in a globalised world.
  • Adventure tourism and responsible tourism: A paradox?
  • Co-creation in tourism: the right direction to ensure a tourism for all?
  • Proactive management of responsible tourism in the North
  • Recreation trends and sustainable development in mountain tourism – Results from Sweden
  • Responsible human resource management in the tourism and hospitality businesses
  • Mobile neighbouring in tourism
  • Planning and development of resilient destination communities
  • Food and culinary experiences
  • Exploring motives and activities
  • The Geography of Tourism
  • Conducting high quality tourism- and hospitality research – reflections and demonstrations of methodological approaches

Verkefnastjóri ráðstefnunarinnar er:  Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála,  ejb@hi.is.