Nýr samningur um RMF frágenginn

Rannsóknamiðstöð ferðamála var upprunalega stofnuð 1999 sem samvinnuverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og þá undir nafninu Ferðmálasetur Íslands. Með nýjum forstöðumanni, sem ráðin var haustið 2006 komu nýjar áherslur og nafninu var breytt á aðalfundi 2007 í Rannsóknamiðstöð ferðamála. Í framhaldinu voru lögð drög að samning til að betur endurspegla áherslubreytingar sem og formlegri aðkomu Háskólans á Hólum að samstarfinu. Nú er sá samningur frágengin og verður undirritaður af rektorum HÍ, HA og Háskólans á Hólum. Samhliða nýjum samning er búið er skilgreina skyldur forstöðumanns með erindisbréfi.

Sjá meira hér.