Nýsköpun í ferðaþjónustu

Dr. Hin Heemstra
Dr. Hin Heemstra

Dr. Hin Heemstra var á dögunum í heimsókn hér á Rannsóknamiðstöð ferðamála. Í ferðinni hélt hún meðal annars erindi við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og við Háskólann á Hólum.

Erindið kallaði hún Innovating Experiences: The Case of Nordic Whale-Watching, sem kannski mætti þýða sem Reynsla af nýsköpun: Hvalaskoðun í norðri.

Heemstra hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nýsköpun í ferðaþjónustu. Í doktorsnámi sínu sem hún lauk árið 2015, skoðaði hún nýsköpun í hvalaskoðunarfyrirtækjum í Noregi og hér á Íslandi.

Auk þess að kynna helstu niðurstöður þess verkefnis, mun Dr. Heemstra einnig ræða um nýjar rannsóknir er lúta að sjálfbærni, vottun og nýsköpun í norrænni ferðaþjónustu.

Dr. Heemstra starfar við Nord háskólann í Bodø, Noregi.