RMF á opinni málstofu um skemmtiferðaskip

Á morgun, föstudaginn 7. september kl. 14:15 hefst í Hofi á Akureyri opið málþing sem ber yfirskriftina Skemmtiferðaskip og nærsamfélagið.

Meðal framsögumanna verður Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á RMF.

Í auglýsingu um viðburðinn segir meðal annars: Á þessu málþingi verður rætt um áhrif skemmtiferðaskipa á nærsamfélög þar sem þau koma að landi. Unnið er út frá þrívíðri hugsun sjálfbærni um að fyrirtæki hafi efnahagsleg-, umhverfisleg- og félagsleg áhrif.

Viðburðurinn, sem er hluti af LÝSU, hátíð um samfélagsmál, er öllum opinn án endurgjalds en óskað er skráningar sem hægt er að framkvæma hér

Lesa má nánar um viðburðinn hér.