Sjálfbær ferðaþjónusta á norðurslóðum

Norðurslóðir hafa verið nokkuð í eldlínunni að undanförnu og hafa RMR liðar lagt sitt af mörkum í þeirri umræðu.

Nýstofnuð samtök bæjar- og borgarstjóra á norðurslóðum (e. Arctic Mayors Forum, AMF) funduðu í Hofi á Akureyri í liðinni viku. Þar hélt Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á RMF, erindi um heimsóknir skemmtiferðaskipa til strandhéraða.

AMF samtökin stóðu jafnframt fyrir málstofu á Hringborði norðurslóða í Hörpu, Reykjavík. Þar hélt Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðukona RMF, erindi um sjálfbæra ferðaþjónustu á norðurslóðum: áskoranir og álitaefni.

Viðburðir samtaka arktísku bæjarstjóranna báru yfirskriftina Sjálfbær ferðaþjónusta á norðurslóðum enda stefna AMF samtökin að því að sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna verði leiðarljós í öllu starfi samtakanna.

Frétt Akureyrarbæjar um stofnun AMF samtakanna má lesa hér