Stýrði málstofu um eyjaferðamennsku á BFA í Kína

Guðrún Þóra ásamt öðrum þátttakendum málstofunnar
Guðrún Þóra ásamt öðrum þátttakendum málstofunnar

Forstöðukonu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, var nýverið boðið að taka þátt í málstofu um eyjaferðamennsku sem haldin var á kínversku eyjunni Hainan. Guðrún Þóra stýrði málstofunni sem haldin var í tengslum við hina árlegu Boao ráðstefnu, Boao Forum for Asia (BFA).

Þátttakendur málstofunnar voru frá Kína, Suður Kóreu, Sri Lanka, Möltu og Tahiti. (setja tengil á vídeó). Umræðurnar í málstofunni snérust um málefni sem eru einnig ofarlega á baugi hér á landi eða stjórnun ferðaþjónustunnar, samstarf og sjálfbæra þróun (sjá ítarlegri umfjöllun hér).