Upptaka af Örráðstefnu RMF 2015 komin á vefinn

Frá Örráðstefnu RMF 2015
Frá Örráðstefnu RMF 2015

Upptaka af fimmtu Örráðstefnu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála sem haldin var fimmtudaginn 29. október sl. er aðgengileg hér á vefnum.

Yfirskrift ráðstefnunnar var að þessu sinni "Hvað vitum við að við vitum ekki ?" Fjallað var um það hvaða gögn eru tiltæk um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og hvaða gögn er vitað að ekki eru tiltæk.

Komið var inn á nýja hliðarreikninga Hagstofu Íslands, svæðisbundin áhrif ferðaþjónustunnar, fjölda gesta á einstökum stöðum og ýmislegt annað sem tengist því sem vitað er að ekki er vitað.