Útvarpsþættir um ferðamál; Áfangastaður: Ísland

Alla sunnudagsmorgna sumarið 2014 mun Edward H. Huijbens forstöðumaður RMF ásamt útvarpsmanninum Ævari Kjartanssyni ræða um áfangastaðinn Ísland frá ýmsum sjónarhornum með góðum gestum. Áherslan er á að fá nýja innsýn í ferðamál á Íslandi og þróun þeirra með því að fá fræðafólk úr ýmsum greinum, sem oft virðast lítt tengdar ferðamálum, til að ræða fleti á Íslandi sem áfangastað ferðafólks. Upplýsingar um þættina má finna hér (http://dagskra.ruv.is/nanar/18677/