Erindi og málstofur

Upptökur frá erindum og málstofum sem starfsfólk RMF eða gestafyrirlesarar á vegum RMF hafa haldið.

 

2015

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland - Upptaka af kynningarfundi

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland - upptaka af kynningarfundi

Í júní og ágúst 2015 gaf Hagstofa Íslands út nýja hliðarreikninga með þjóðhagsreikningum fyrir ferðaþjónustu, sk. ferðaþjónustureikninga tímabilið 2009-2013. Útgáfa reikninganna byggir á samstarfi Rannsóknamiðstöðvar ferðamála við Hagstofuna sem dr. Cristi Frent sinnti.

Ferðaþjónustureikningar taka saman hagstærðir sem einkenna ferðaþjónustu í þjóðhagsreikningum og gefa m.a. til kynna hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu. Í kynningunni skýrði dr. Cristi Frent nokkur álitamál við notkun ferðaþjónustureikninga sem tölfræðitækis á Íslandi og greindi frá hagrænu mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi á grunni reikninganna.

Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Hagstofu Íslands stóð fyrir kynningarfundi um gerð ferðaþjónustureikningana mánudaginn 5. október kl. 15 Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands. Kynningin var í höndum Dr. Cristi Frent.

 

 

Málþing um miðhálendið þann 16. maí 2015 á vegum Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands í ráðstefnusal Laugardalshallar.

 

Future Greenland - ráðstefna 6. - 7. maí 2015 í Nuuk dagana 

Erindi Edwards H. Huijbens á ráðstefnunni "Growth and welfare – scenarios for the development of Greenland” 

Sjá glærur og texta fyrir erindi Edwards The development of Icelandic tourism - 
terms of development and policy making. What can Greenland learn?:

Glærur

Texti

 

Málstofa: "Munu útlendingar þjóna útlendingum?" 24. apríl 2015

Erindi haldið af Edwards H. Huijbens í Háskólanum á Akureyri.

Nauðsynlegt er að setja upp Microsoft Silverlight. Erindið má einnig nálgast á vef Háskólans á Akureyri