Áhrif skemmtiskipaumferðar á náttúru, efnahag og menningu samfélaga á norðurslóðum (ACT)

Akureyrarhöfn ©Þórný BarðadóttirÁhrif koma skemmtiferðaskipa á náttúru, efnahag og menningu norðurslóða (e. Navigating Impacts of the Arctic Tourism Industry on Nature, Commerce, and Culture in Northern Communities) er alþjóðlegt samstarfsverkefni þar sem RMF er meðal þátttakenda.

Í verkefninu verður lögð áhersla á að fanga hin mismunandi áhrif sem umferð skemmtiferðaskipa óhjákvæmilega hefur á heimsóknarsvæði. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fanga breyttar aðstæður á tímum Covid-faraldursins.

Svæði til rannsóknar eru Juneau og Nome í Alaska, Bandaríkjunum; Bergen, Noregi, Visby á Gotlandi, Svíþjóð og Akureyri á Íslandi.

Fjölmargir rannsakendur víðsvegar að koma að verkefninu sem leitt er af Dr. Robert Orttung (George Washington háskóla, Bandaríkjunum) og Dr. Astrid Elizabeth Ogilvie (Colorado háskóla, Bandaríkjunum).

Aðkoma RMF að felst að mestu í öflun upplýsinga, ráðgjöf og ábendingum sem byggja á fyrri rannsóknum miðstöðvarinnar ferðaþjónustu tengdri komum skemmtiferðaskipa á Norðurlandi.

Umsjón íslensks hluta verkefnis: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is], Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is] og Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is]