Rannsóknir á ráðstefnumörkuðum

Í þessari forrannsókn var staða rannsókna á ráðstefnumarkaðnum á Íslandi gerð skil, ásamt því að rýna í hvers konar rannsóknir verið er að framkvæma á ráðstefnumörkuðum erlendis. 

Ráðstefnumarkaðir eða MICE-markaðir eru mikilvægur angi ferðaþjónustunnar þar sem ráðstefnu- og hvataferðagestir eru verðmætir ferðamenn sem eyða að meðaltali meiru á hvern sólarhring en hinn almenni ferðamaður. Erlendir ráðstefnugestir koma einnig með nýja þekkingu til landsins og ráðstefnur eru góður grundvöllur til að styrkja tengslanet innan fræðigreina og viðskipta.

Eitt af markmiðum þessarar forrannsóknar var að skoða hvers konar rannsóknir verið var að framkvæma á þessum mörkuðum erlendis, hvaða upplýsingar það eru sem verið er að safna inn og hvernig farið er með þær. Einnig var markmiðið að rýna í stöðuna á rannsóknum á þessum markaði hér á landi, hvaða gögn væru til um íslenska ráðstefnumarkaðinn og draga fram hverju sé ábótavant í upplýsingaöfluninni.

Verkefninu lauk með skýrslu sem gefin var út vorið 2019, skýrsluna má nálgast HÉR.