Söguferðaþjónusta á Norðurlandi

HvammstangiRannsóknin var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands en tilgangur hennar var að greina ferðavenjur og viðhorf ferðamanna sem heimsækja söfn og setur á Norðurlandi. Markmiðið með verkefninu var að fá betri innsýn í hvað einkenni þennan markhóp, hvað dragi ferðamenn á þessa staði og hver upplifun þeirra var af heimsókninni. Tilgangur rannsóknarinnar var einnig að öðlast betri skilning á mikilvægi sögu svæðisins sem aðdráttarafli fyrir ferðamenn.

Rannsóknin byggðist á spurningakönnun sem lögð var fyrir ferðamenn í samstarfi við söfn, setur og sýningar á Norðurlandi sumarið 2019 og á greiningu fyrirliggjandi gagna.

Verkefninu lauk með útgáfu skýrslu með helstu niðurstöðum í nóvember 2019.
Skýrsluna má nálgast hér: Söguferðaþjónusta á Norðurlandi

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir, RMF [verav@rmf.is]