Verkefni - Áhrif Suðurnesjalínu 2 á ferðaþjónustu og útivist

Suðurnesjalína

Verkefnið var unnið að beiðni VSÓ ráðgjafa fyrir Landsnet sem hluti af mati á umhverfisáhrifum Suðurnesjalínu 2.

Áhrifasvæði fyrirhugaðrar nýrrar línu liggur frá Rauðamelum á landi Grindavíkur, yfir að Njarðvíkurheiði og þaðan meðfram Reykjanesbrautinni að Vallahverfinu í Hafnarfirði.

Rannsóknin byggði á viðtölum við útivistarfólk og ferðaþjónustuaðila sem þekkja til á svæðinu og nýta sér Reykjanesið og þá sérstaklega áhrifasvæðið til útivistar og ferðaþjónustu. Einnig voru fyrirliggjandi gögn um áhrif háspennulína annars staðar í náttúru Íslands nýtt ásamt fyrri rannsóknum á svæðinu. Öflun gagna fór fram sumarið 2018.

Markmið verkefnisins var að meta áhrif fyrirhugaðra framkvæmda og mismunandi valkosta á upplifun ferðamanna, útivistarmöguleika og nýtingu ferðaþjónustuaðila á svæðinu

Skýrsla með niðurstöðum rannsóknarinnar er tilbúin og var skilað inn til Landsnets í ársbyrjun 2019. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að áhrifasvæðið er misviðkvæmt fyrir áhrifum framkvæmdanna. Framkvæmdirnar hefðu hvað mest áhrif á þá sem stunda útivist í og við Almenning, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir. Áhyggjur viðmælenda beindust einkum að aukinni sjónmengun á svæðinu af völdum nýrra mastra ásamt frekari raskanna á hrauninu.

Skýrsluna má nálgast hér: Áhrif Suðurnesjalínu 2 á ferðaþjónustu og útivist