Aðlögunarhæfni og seigla í ferðaþjónustu: Hvernig á að mæta áföllum? Hvernig unnt er að efla þrautseigju í greininni

Tólf mánaða rannsóknarverkefni sem unnið er fyrir Ferðamálastofu og snýr að því að varpa ljósi á hvaða áhrif Covid-19 heimsfaraldurinn hefur haft á ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi. Er þetta fyrsti áfangi af stærra verkefni um að skoða aðlögunarhæfni og seiglu í ferðaþjónustu.

Stýrihópur hefur verið skipaður um rannsóknarverkefnið og í honum eru rannsakendur frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Hólum og RMF. RMF sér um framkvæmd og utanumhald.

Fyrri áfangaskýrslu verkefnisins má lesa hér. Skýrslan er ítarleg samantekt og greining á  fyrirliggjandi gögnum um áhrif COVID-19 á ferðaþjónustuna og nýtist sem tölulegur grunnur fyrir áframhald verkefnisins. Lokaskýrslu verkefnisins og kynningu má finna hér

Umsjón: Íris H. Halldórsdóttir (irish@rmf.is)