Rannsóknaverkefni RMF
=========================================================
Yfirstandandi verkefni
=============================================
T-CRISIS-NAV Leiðsögn lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu í gegnum krísu
Erasmus + verkefni sem snýr að því að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu að sigla í gegnum krísu.
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir leiðir verkefnið af hálfu RMF ásamt Íris H. Halldórsdóttur, sérfræðingi RMF
Aðlögunarhæfni og seigla í ferðaþjónustu: Hvernig á að mæta áföllum? Hvernig unnt er að efla þrautseigju í greininni
Rannsóknarverkefni sem unnið er fyrir Ferðamálastofu og snýr að því að skoða áhrif Covid-19 heimsfaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi.
Umsjón: Íris H. Halldórsdóttir (irish@rmf.is)
Viðhorf heimamanna á tímum COVID-19
Rannsókn á viðhorfum heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19. Rannsóknin fer fram á fjórum stöðum á Íslandi: 101 Reykjavík, Ísafirði, Skútustaðahreppi og Höfn í Hornafirði.
Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is] hefur umsjón með verkefninu.
Sjálfbærni móttökusvæða skemmtiskipa á norðurslóðum: Frá starfsháttum til stýringar
Rannsókn á svæðisbundinni stjórnun og stýringu umferðar skemmtiferðaskipa á norðurslóðum þar sem leitað er bestu leiða með sjálfbærni að leiðarljósi. Þriggja ára fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni sem styrkt er af norska rannsóknaráðinu undir merkjum norsk-rússneska rannsóknasjóðsins.
Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is] fer með umsjón hluta RMF í verkefninu
Kínverskir ferðamenn á Íslandi
Viðtalsrannsókn meðal ferðaþjónustuaðila um upplifun þeirra af að þjónusta og taka á móti kínverskum ferðamönnum sem koma til Íslands.
Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir [verav@rmf.is]
OUTPACE: Poppmenning í ferðaþjónustu
Evrópskt samstarfsverkefni um áhrif og nýtingu poppmenningar í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á hvernig poppmenning getur stuðlað að nýsköpun og vöruþróun.
Verkefnisstjóri á Íslandi: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@gmail.com]
=========================================================
Verkefni sem er lokið
=============================================
Kjör og aðstæður erlends vinnuafls í ferðaþjónustu
Viðtalsrannsókn sem hafði það m.a. að markmiði að fá yfirsýn yfir hvað má betur fara í starfsumhverfi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu.
Umsjón: Íris Hrund Halldórsdóttir, RMF [irish@unak.is] og Magnfríður Júlíusdóttir, HÍ.
Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu 2019
Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019.
Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].
Ferðavenjur erlendra sumarferðamanna
Staðbundnar kannanir á ferðavenjum og neyslu erlendra sumarferðamanna á einstökum svæðum hérlendis.
Framhaldsverkefni.
Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is]
Markaðsrannsókn fyrir Markaðsstofu Norðurlands
Rannsókn sem unnin var fyrir Markaðsstofu Norðurlands á markaðssetningu Norðurlands og markhópum svæðisins. Samstarfsverkefni RMF og Háskólans á Hólum sem stutt var af Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gegnum Sóknaráætlanir.
Verkefnisstjóri: Elísabet Ögn Jóhannsdóttir [elisabetogn@unak.is]
Farþegar skemmtiferðaskipa: kannanir 2019
Kannanir á ferðahegðun, ákvörðunum og útgjöldum farþega skemmtiferðaskipa við Húsavíkur- og Siglufjarðarhafnir 2019.
Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @unak.is]
Viðhorf heimamanna ferðamanna og ferðaþjónustu: Kannanir í einstökum samfélögum
Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðamennsku 2018. Egilsstaðir, Húsavík, Stykkishólmur og Reykjanesbær.
Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].
Söguferðaþjónusta á Norðurlandi
Rannsókn á ferðavenjum og viðhorfi ferðamanna sem heimsækja söfn og setur á Norðurlandi.
Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir, RMF [verav@rmf.is]
Áhrif Suðurnesjalínu 2 á ferðaþjónustu og útivist
Verkefnið er hluti af umhverfismati Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2
Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir RMF [verav@hi.is] og Hjalti Jóhannesson RHA
Farþegar skemmtiferðaskipa: Könnun 2018
Könnun á ferðahegðun, ákvörðunum og útgjöldum farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn 2018.
Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]
Farþegar skemmtiferðaskipa: Forkönnun 2017
Forkönnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn, framkvæmd sumarið 2017.
Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]
Viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu 2017
Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu 2017.
Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].
Viðhorf ferðamanna í flugi KEF-AK
Könnun á viðhorfum ferðamanna í beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar.
Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].
Áhrif orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna
Sumarið 2017 vann RMF spurningakönnun fyrir Landsvirkjun á áhrifum orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna.
Tengiliður: Auður H Ingólfsdóttir [audur@unak.is]
Skemmtiferðaskip: Móttaka og þjónusta í landi
Viðtalsrannsókn meðal hagsmunaaðila móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskipa á landi.
Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]
Áhrif Svartárvirkjunar á ferðamennsku og útivist
Hluti af mati á umhverfisáhrifum virkjunar í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit.
Umsjón: Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, RMF í samvinnu við Hjalta Jóhannesson, RHA og Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur RMF [gudrunthora @ unak.is].
Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu
Tilviksrannsókn. Greining á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í byggðum landsins. Unnið með hliðsjón af alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga.
Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab@hi.is].
Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu

Greining markhópa á erlendum mörkuðum og þróun markhópalíkans fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem vistað er á vef Íslandsstofu.
Umsjón með hluta RMF: Dr. Edward Huijbens og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@unak.is].
Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki
Sumarið 2017 vann RMF að rannsókn fyrir Landsvirkjun sem fólst í spurningakönnun og viðtalsrannsókn um ferðamál á virkjanavæði við Þeistareyki.
Tengiliður: Auður H Ingólfsdóttir [audur@unak.is]
Rannsóknir á ráðstefnumörkuðum
Forrannsókn með það að markmiði að rýna í stöðuna á rannsóknum á ráðstefnumarkaðnum á Íslandi og erlendis.
Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir [verav@hi.is]
Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu
Greining á áhrifum hins hraða vaxtar ferðaþjónustunnar, samhliða lengra ferðamannatímabili, hefur á samfélag heimamanna, menningu og daglegt líf.
Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@hi.is] í samvinnu við Arnar Þór Jóhannesson RHA.
Talningar ferðamanna: dreifing eftir landssvæðum
Verkefni sem byggist á aðferðafræði við að meta fjölda ferðamanna á áfangastöðum með því að telja bifreiðar sem þangað koma.
Umsjón: Dr. Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir [gth85@hi.is].
Umfang og áhrif ferðaþjónustu í byggðum landsins
Rannsókn á eftirspurnarhlið ferðaþjónustunnar og greiningu útgjalda og ferðahegðunar gesta til tiltekinna svæða landsins.
Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab @hi.is].
Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum
Sumarið 2017 vann RMF spurningakönnun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á áhrifum orkuvinnslu á Hengilsvæðinu.
Tengiliður: Edward H Huijbens [edward@unak.is]
Yndisævintýri - SAINT
Samvinnuverkefni 29 Evrópulanda þar sem leitast var við að þætta saman lífkerfi og fjölbreytilega þætti mannvistar; menningu, heilsu og vellíðan í gegnum ferðamennsku.
Verkefninu lauk í ársbyrjun 2018.