Rannsóknaverkefni RMF

 

=========================================================

Yfirstandandi verkefni

=============================================

 

Áhrif Suðurnesjalínu 2 á ferðaþjónustu og útivist

Suðurnesjalína

Verkefni sem er hluti af umhverfismati Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir RMF [verav@hi.is] og Hjalti Jóhannesson RHA [hjalti@unak.is]

 

 

Fjölmiðlar og ferðaþjónusta

Fjölmiðlar og ferðaþjónusta - skjáskotFramhald forrannsóknar frá árinu 2016 á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um ferðamennsku og ferðaþjónustu árin 2010-2016.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@unak.is].

 

 

Kjör og aðstæður erlends vinnuafls í ferðaþjónustu

Á kaffihúsi. ©Íris Hrund HalldórsdóttirViðtalsrannsókn sem hefur það að markmiði m.a. að fá yfirsýn yfir hvað má betur fara í starfsumhverfi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu.

Umsjón: Íris Hrund Halldórsdóttir, RMF [irish@unak.is] og Magnfríður Júlíusdóttir, HÍ.

 

 

Rannsóknir á ráðstefnumörkuðum

Forrannsókn með það að markmiði að rýna í stöðuna á rannsóknum á ráðstefnumarkaðnum á Íslandi 

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir [verav@hi.is]

 

 

Komur skemmtiferðaskipa

Skemmtiferðaskip v. Akureyrarhöfn. ©Þórný BarðadóttirRannsóknir og samstarfsverkefni sem taka til ýmissa þátta er varða komur skemmtiferðaskipa og farþega þeirra til Íslenskra hafna. 

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @unak.is] 

  

 

Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu

Samsett mynd - Viðhorf heimamanna

Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðamennsku 2014-2018.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].

   

 

 

=========================================================

Verkefni sem er lokið

=============================================

 

Viðhorf ferðamanna í flugi KEF-AK

Akureyrarflugvöllur. ©IsaviaKönnun á viðhorfum ferðamanna í beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].

  

 

Áhrif orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna

Krafla 2017. ©Auður H. IngólfsdóttirSumarið 2017 vann RMF spurningakönnun fyrir Landsvirkjun á áhrifum orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna.

Tengiliður: Auður H Ingólfsdóttir [audur@unak.is]

 

 

 

Áhrif Svartárvirkjunar á ferðamennsku og útivist

Ullarfoss í Svartá. ©Gunnþóra ÓlafsdóttirHluti af mati á umhverfisáhrifum virkjunar í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit.

Umsjón: Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, RMF í samvinnu við Hjalta Jóhannesson, RHA og Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur RMF [gudrunthora @ unak.is].

 

 

Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu

Samsett mynd - Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustuTilviksrannsókn. Greining á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í byggðum landsins. Unnið með hliðsjón af alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga.

Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab@hi.is].

 

 

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu
Stórikarl á Langanesi. ©Markaðsstofa Norðurlands

Greining markhópa á erlendum mörkuðum og þróun markhópalíkans fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem vistað er á vef Íslandsstofu.

Umsjón með hluta RMF: Dr. Edward Huijbens og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@unak.is].

 

 

Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki

Þeistareykir © LandsvirkjunSumarið 2017 vann RMF að rannsókn fyrir Landsvirkjun sem fólst í spurningakönnun og viðtalsrannsókn um ferðamál á virkjanavæði við Þeistareyki.

Tengiliður: Auður H Ingólfsdóttir [audur@unak.is]

 

 

Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu

Sólarlag. ©Eyrún Jenný BjarnadóttirGreining á áhrifum hins hraða vaxtar ferðaþjónustunnar, samhliða lengra ferðamannatímabili, hefur á samfélag heimamanna, menningu og daglegt líf.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@hi.is] í samvinnu við Arnar Þór Jóhannesson RHA.

 

 

Talningar ferðamanna: dreifing eftir landssvæðum

 Seljalandsfoss. ©Rögnvaldur ÓlafssonVerkefni sem byggist á aðferðafræði við að meta fjölda ferðamanna á áfangastöðum með því að telja bifreiðar sem þangað koma.

Umsjón: Dr. Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir [gth85@hi.is].

 

 

Umfang og áhrif ferðaþjónustu í byggðum landsins

Samsett mynd - Umfang og áhrif ferðaþjónustuRannsókn á eftirspurnarhlið ferðaþjónustunnar og greiningu útgjalda og ferðahegðunar gesta til tiltekinna svæða landsins. 

Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab @hi.is].

 

 

Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum

Hengill©Orkuveita Reykjavíkur. Ljósmyndari: Ragnar Th SigurðssonSumarið 2017 vann RMF spurningakönnun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á áhrifum orkuvinnslu á Hengilsvæðinu.

Tengiliður: Edward H Huijbens [edward@unak.is]

 

 

Yndisævintýri - SAINT

Skjáskot af vef Saint verkefnissinsSamvinnuverkefni 29 Evrópulanda þar sem leitast var við að þætta saman lífkerfi og fjölbreytilega þætti mannvistar; menningu, heilsu og vellíðan í gegnum ferðamennsku.

Verkefninu lauk í ársbyrjun 2018.