Skemmtiskipa ferðamennska í Grímsey: tækifæri til uppbyggingar?

Frá Grímsey © Julie MadsenÍ ársbyrjun 2022 fékk Rannsóknamiðstöð ferðamála styrk úr Vísindasjóði Háskólans á Akureyri til rannsókna á ábyrgri skemmtiskipa ferðamennsku í Grímsey.

Grímsey, sem liggur við heimskautsbaug, er nyrsta byggð Íslands. Skemmtiferðaskip hafa í auknum mæli sótt eyjuna heim og eru flest þessara skipa svokölluð leiðangursskip, sem eru lítil skip þar sem áhersla er lögð á að fræða skipafarþega um menningu og náttúru viðkomustaða.

Markmið rannsóknarinnar var að skoða eðli og áhrif skemmtiskipa ferðamennsku í Grímsey. Sérstök áhersla var lögð á að rýna í sjálfbærni þessarar tegundar ferðamennsku í tengslum við uppbyggingu Grímseyjar sem áfangastaðar ferðamanna. Eyjan er partur af verkefninu Brothættar byggðir, undir heitinu Glæðum Grímsey, þar sem markmiðið er að styrkja samfélagið og auka atvinnutækifæri fyrir heimamenn. Framkvæmd þessarar rannsóknar var unnin í nánu samstarfi við verkefnisstjóra Glæðum Grímsey.

Rannsóknin á skemmtiskipa ferðamennsku var sömuleiðis unnin í nánu samstarfi við Laufeyju Haraldsdóttur, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, sem stýrir verkefni um ábyrga eyjaferðaþjónustu í Grímsey.  Ákveðið var því að stækka rannsókina og rýna í bæði land- og skemmtiskipa ferðamennsku í eynni. Markmiðið með samstarfinu var að rannsaka eðli og áhrif ferðaþjónustu/ferðamennsku í Grímsey og í framhaldi af því, vinna grunn að gerð stefnumótunar og aðgerðaráætlunar fyrir ferðaþjónustu í eyjunni.

Verkefnislok voru í júní 2023.

Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is] fór með umsjón verkefnis, ásamt Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og Þórnýju Barðadóttur.

Hér má finna link á lokaskýrsluna.