Innlend ferðamennska á Norðurlöndunum

Innlend ferðamennska óx talsvert í COVID-19-faraldrinum, m.a. vegna takmarkana á millilandaflugi. Í heimsfaraldrinum hafa ferðaþjónustufyrirtæki orðið að vera sveigjanleg og þurft að uppfæra vöruframboð sitt til að mæta betur eftirspurn innlendra ferðamanna og nærliggjandi markaða. Í norrænu samhengi gæti þetta þýtt aukið hlutverk innlendrar ferðaþjónustu og ferðaþjónustu í nágrannahéruðum, t.d. landamærasvæðum milli Norðurlandanna. Auk þess eru líklegt að innlend ferðamennska muni halda áfram að vaxa á næstu árum vegna aukinnar eftirspurnar eftir sjálfbærri ferðaþjónustu.

Í verkefninu er sjónum beint að þeirri þróun sem átti sér stað í innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum frá því að Covid-19 heimsfaraldurinn skall á og um leið kanna hver þróun innlendrar ferðamennsku gæti verið í framtíðinni. Áhersla var á að safna upplýsingum um hvernig tekist hefur til við að þróa og markaðssetja innlenda ferðaþjónustu á öllum Norðurlöndunum. Verkefnið var leitt af finnska ráðgjafafyrirtækinu Innolink og var unnið í samstarfi við Oxford Research og RMF með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.

Haustið 2022 tók RMF þátt í einum hluta þessa verkefnis sem snéri að greiningu fyrirliggjandi gagna um innlenda ferðamennsku á Íslandi árin 2019-2021 og viðtölum við fulltrúa fyrirtækja og stofnana í ferðaþjónustu hér á landi. Niðurstöðum var skilað til Innolink í október 2022. Verkefninu lýkur með skýrslu til Norrænu ráðherranefndarinnar á vordögum 2023.

Í apríl 2023 stóð finnska efnahags- og atvinnumálaráðuneytið fyrir "webinar" um innanlandsferðamennsku á Norðurlöndunum þar sem helstu niðurstöður voru kynntar, sjá glærur hér (á ensku). 

Niðurstöður könnunar meðal ferðaþjónustufyrirtækja má skoða hér (á ensku). 

Kynningu á forsendum og bakgrunni rannsóknar er að finna hér (á ensku).

Lokaskýrsla verkefnisins var gefin út í júní 2023. Smelltu á myndina fyrir neðan til að opna skýrsluna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrún Jenný Bjarnadóttir vann rannsóknina fyrir hönd RMF.