Verkefni - Áhrif Svartárvirkjunar á ferðamennsku og útivist

Ullarfoss í Skjálfandafljóti. ©Gunnþóra ÓlafsdóttirRannsókn unnin að beiðni Verkís hf. fyrir hönd SSB Orku, sem hluti af mati á umhverfisáhrifum virkjunar í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit. Með rannsókninni voru dregnar fram grunnupplýsingar um ferðaþjónustu, ferðamennsku og útivist sem mögulega raskast vegna fyrirhugaðrar virkjunar og ályktað um möguleg áhrif Svartárvirkjunar á Bárðardal, Norðausturland og á Ísland sem áfangastað ferðamanna.

Verkið byggði á viðtölum við innlenda og erlenda ferðaþjónustuaðila, útivistarfólk og ferðamenn sem og fyrirliggjandi gögnum og niðurstöðum um upplifun og viðhorf ferðamanna, ferðaþjónustuaðila og útivistarfólks til virkjana í vatnasviði Skjálfanda og annars staðar í náttúru Íslands. Matið var samstarfsverkefni RMF og Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri en unnið fyrir Verkís sem hluti mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar.

 

Verkinu lauk í janúar 2017 með skýrslu sem lesa má hér að neðan.
Áhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal-Þingeyjarsveit á ferðaþjónustu og ferðamennsku/útivist

Umsjón: Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir í samvinnu við Hjalta Jóhannesson, sérfræðing hjá RHA og forstöðumann Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur [gudrunthora @ unak.is].