Rannsóknahópar

 

Ábyrg ferðamennska á norðurslóðum (ReSea)

Eyjafjörður. ©Þórný BarðadóttirReSea er þverfaglegt rannsóknarnet fræðimanna í sjávarlíffræði og ferðamálafræði sem beinir sjónum að ábyrgri ferðaþjónustu í sjávarbyggðum á Norðurslóðum.

Umsjónaraðili: Auður H Ingólfsdóttir

 

 

Ferðamennska og þjóðgarðar (TPN-NORD) 

Frá Þingvöllum. ©Eyrún J. BjarnadóttirTPN-NORD er hópur fræðimanna sem hefur tekið þátt í rannsóknum sem skoða samspil ferðamennsku, orkumannvirkja, byggðaþróunar og náttúruverndar.

Umsjónaraðili: Auður H Ingólfsdóttir

 

 

Norðurslóðanet Íslands

Norðurslóðanet Íslands: SkjáskotRMF er einn stofnaðila Norðurslóðanets Íslands - þjónustumiðstöðvar norðurslóðamála. Netið er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka á Íslandi sem vinna að málefnum norðurslóða.  

 

 

Norrænt rannsóknanet um skemmtiskiparannsóknir

Skemmtiferðaskip við Akureyrarhöfn. ©Þórný BarðadóttirRMF á þátt í stofnun samstarfsnets fræðimanna sem beina rannsóknum sínum að umferð og heimsóknum skemmtiferðaskipa í norðri.

Umsjón. Þórný Barðadóttir [thorny@unak.is] stýrir hluta RMF í samstarfinu í samvinnu við Dr. Kristina Svels, sérfræðing á Norlandsforskning í Bodø í Noregi.

 

Samtök um ferðamálarannsóknir á norðurslóðum (IPTRN)

IPTRN - skjáskot af vefAlþjóðleg samtök sérfræðinga á sviði ferðamálarannsókna á heimskautasvæðum. Samtökin leggja áherslu á þekkingarsköpun og -miðlun þar sem mismunandi sjónarmið fá hljómgrunn.

 

 

Verkfærakista rannsókna í ferðamálum

Mynd: SMG ConsultingRannsóknahópur um aðferðafræði og samanburð rannsókna í ferðamálum.

Petra Blinnikka (petra.blinnikka@jamk.fi) JAMK University of Applied Sciences í Finnlandi leiðir vinnuna en aðrir þátttakendur eru ferðaþjónustufyrirtæki, Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Samtök um ábyrga ferðaþjónustu.   

 

Vinnuafl í ferðaþjónustu

Frá Friðheimum. ©Magnfríður JúlíusdóttirRannsóknahópur um öflun þekkingar á vinnuafli í ferðaþjónustu á Íslandi. Meðal mögulegra rannsóknaefna má nefna þætti eins og eðli starfa í ferðaþjónustu, mannauð, þátttöku og stöðu erlends vinnuafls, menntun vinnuafls og þjálfun og þannig mætti áfram telja.

Dr. Andreas Walmsley [andreas.walmsley@plymouth.ac.uk], Plymoth University leiðir vinnu rannsóknahópsins en Íris Hrund Halldórsdóttir [irish@unak.is], sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð ferðamála er starfsmaður hópsins.