Rannsóknarhópur um vinnuafl í ferðaþjónustu

Frá Friðheimum. ©ÞMagnfríður Júlíusdóttir

Rannsóknahópur um öflun þekkingar á vinnuafli í ferðaþjónustu á Íslandi. Meðal mögulegra rannsóknaefna má nefna þætti eins og eðli starfa í ferðaþjónustu, mannauð, þátttöku og stöðu erlends vinnuafls, menntun vinnuafls og þjálfun og þannig mætti áfram telja.

Rannsóknarhópurinn var myndaður í kjölfarið á 13. ráðstefnunni um ábyrga ferðaþjónustu á áfangastöðum (e. 13th International Conference on Responsible Tourism in Destinations), sem haldin var í Reykjavík 28. og 29. september 2017. 

Tilgangur rannsóknarhópsins er að efla og deila þekkingu á vinnuafli í ferðaþjónustu. Áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslega, félagslega og umhverfis þætti eru þekktir. Samt sem áður hefur lítið verið skoðað hverjar eru áskoranir í kringum vinnuaflið í ferðaþjónustu og hvert hlutverk starfsmanna er í ferðaþjónustu sem lykilhluthafa í þróun ferðaþjónustunnar.

  • Kortlagning á vinnuafli í ferðaþjónustutengdum greinum
  • Erlent vinnuafl í ferðaþjónustutengdum greinum
  • Viðhorf til starfa í ferðaþjónustutengdum greinum 
  • Eðli starfa í ferðaþjónustutengdum greinum
  • Starfsánægja í ferðaþjónustutengdum greinum

Dr. Andreas Walmsley [andreas.walmsley@plymouth.ac.uki] Plymoth University leiðir vinnu rannsóknahópsins.

Íris Hrund Halldórsdóttir , Rannsóknarmiðstöð ferðamála er starfsmaður hópsins

Hér má sjá þátttakendur rannsóknahópsins

 

Rannsóknaverkefni á vegum hópsins: 

Kjör og aðstæður erlends vinnuafls í ferðaþjónustu