TourNord: Samstarfsnet um eflingu menntunar á sviði ferðamála á Norðurlöndunum

RMF er aðili að norrænu samstarfsneti um eflingu menntunar á sviði ferðamála á Norðurlöndunum: TourNord.

Markmið samstarfsnetsins er að stuðla að sjálfbærri þróun ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og efla ferðamálanám þannig að nemendur verði reiðubúnir að takast á við áskoranir framtíðarinnar á sviði ferðaþjónustu. Samstarfsnetið er hugsað sem vettvangur fyrir norrænar mennta- og rannsóknastofnanir til þess að miðla vel heppnuðum aðferðum og leiðum til þekkingarþróunar á sviði ferðamála. Á vegum samstarfsnetsins eru haldnir reglulegir vinnufundir í því skyni að stuðla að virkara samstarfi þátttakanda í verkefninu og efla samstarf á sviði náms, nýsköpunar og rannsókna.


Verkefnisstjóri er Christian Dragin-Jensen: cdje@easv.dk