Rannsókn á ferðamennsku á Þeistareykjum

Sumarið 2023 mun RMF vinna að rannsókn á ferðamennsku á Þeistareykjum að beiðni Landsvirkjunar. Markmiðið með verkefninu er tvíþætt: annars að afla gagna um viðhorf tiltekinna notendahópa til Þeistareykjasvæðisins nú þegar helstu virkjunar- og vegaframkvæmdum á svæðinu er lokið og hins vegar mæla umferð um svæðið. Rannsóknarverkefnið verður unnið í anda fyrri rannsókna RMF á svæðinu árin 2008, 2012 og 2017.

Gagnasöfnun verður með þrenns konar hætti: með umferðatalningu, viðtölum og spurningakönnun. Verkefnisstjóri er Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, umferðakönnun er í umsjón Rögnvaldar Ólafssonar og önnur gagnasöfnun í höndum Sigríðar Kristínar Jónasdóttur, sumarstarfsmanns á RMF.

Áætluð verkefnislok eru í nóvember 2023.