Sjálfbærni móttökusvæða skemmtiskipa á norðurslóðum: Frá starfsháttum til stýringar

Rannsakendur NorRus Arctic Cruise verkefnisinsRMF er aðili að þriggja ára rannsóknarverkefni sem styrkt er af norska rannsóknaráðinu undir merkjum norsk-rússneska rannsóknasjóðsins. Markmið rannsóknarinnar er að kanna svæðisbundna stjórnun og stýringu umferðar skemmtiferðaskipa og leita bestu leiða með sjálfbærni að leiðarljósi. 

Rannsóknin tekur til greiningar á gildandi regluverki og verklagsreglum til stýringar umferðar skemmtiskipa og þjónustu við þau í landi. Rannsóknarsvæðið er Noregur, Rússland, Svalbarði, Ísland og Grænland.

Auk greiningar á fyrirliggjandi göngum, mun rannsóknaraðferð byggja á viðtölum við hagaðila á alls sex móttökusvæðum skemmtiferðaskipa í löndunum fimm og vettvangsrannsóknum þjónustu við skip og farþega þeirra. Loks verða hinar svæðisbundnar niðurstöður teknar saman og kynntar á öllum rannsóknasvæðunum.

Lokamarkmið rannsóknarinnar er að skapa gagnagrunn um hvað gengur best og hvað reynist erfiðast við stýringu skemmtiskipaumferðar og þjónustu við skip og farþega í oft fámennum samfélögum norðurslóða.

Fylgjast má með framvindu rannsóknarinnar á Facebooksíðu verkefnisins.

Verkefnisstjórn íslensks hluta: Þórný Barðadóttir.