Áhrif Bolaölduvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist

RMF vinnur að rannsókn um áhrif Bolaölduvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Umsókn um virkjunarframkvæmdir á svæðinu við Bolaöldu kemur frá fyrirtækinu Reykjavík Geothermal og er til umfjöllunar í áfanga 5 í rammaáætlun Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins sem er verkkaupi þessa verkefnis.

Rannsóknin byggir á viðtölum við ferðamenn, útivistarfólk og ferðaþjónustuaðila sem nýta sér eða starfa innan eða í nálægð við rannsóknasvæði fyrirhugaðra virkanaframkvæmda, ásamt greiningu á fyrirliggjandi gögnum. Rannsóknasvæðið nær yfir um 65km2 svæði sunnan Bolaöldu og liggur að mestu leyti innan sveitarfélagsins Ölfuss.

Verkefnið hófst í júní og áætluð verklok eru í lok október 2023 með skýrslu með helstu niðurstöðum.

Rannsókninni er stýrt af RMF en Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) kemur inn í þann hluta verkefnisins sem snýr að útivist á svæðinu.

Verkefnastjórar f.h. RMF eru Vera Vilhjálmsdóttir [verav@rmf.is] og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] en auk þeirra koma Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur RMF og Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur RHA, að verkefninu.