Viðhorfskönnun meðal ferðamanna á áfangastöðum Vörðu

Merki Vörðu - Merkisstaða Íslands

RMF hafði umsjón með prufukeyrslu á viðhorfskönnun meðal ferðamanna á fjórum áfangastöðum Vörðu ásamt útfærslu á framkvæmd gagnaöflunar. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Könnunin fór fram sumarið 2022 á Geysi, Gullfossi, Jökulsárlóni og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. 

Könnunin  framfylgir markmiðum og viðmiðum sem koma fram í stefnuskjali Vörðu og snúa að vöktun á upplifun gesta sem heimsækja Vörður og styðja við hágæða móttöku gesta í samræmi við staðargæði. Þáttur í því er reglubundin framkvæmd viðhorfskannana meðal gesta á áfangastöðum Vörðu. 

RMF vann greinargerð um könnunina og frumniðurstöður úr gögnunum sem var birt í nóvember 2022. 

Verkefnið var unnið fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið. 

 

Verkefnisstjórn: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is]