Viðhorfskönnun meðal ferðamanna á áfangastöðum Vörðu
RMF hefur umsjón með framkvæmd viðhorfskönnunar meðal ferðamanna á fjórum áfangastöðum Vörðu; Geysi, Gullfossi, Jökulsárlóni og Þingvöllum. Könnunin, sem verður framkvæmd af ábyrgðaraðilum áfangastaðanna, er liður í vöktun á upplifun gesta og framfylgir markmiðum og viðmiðum sem koma fram í stefnuskjali Vörðu.
Um tilraunaverkefni er að ræða þar sem verið er að prófa spurningalista og útfærslu á framkvæmd samræmdrar könnunar á viðhorfum gesta á áfangastöðum Vörðu. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar mánaðarlega í Mælaborði ferðaþjónustunnar.
Verkefnið er unnið fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Áætluð verklok eru í október 2022.
Verkefnisstjórn: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is]