Gildi og nýting minjastaða


Rannsókn á samfélagslegt gildi og nýtingu minjastaða. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvernig heimamenn sjá og meta minjastaði í sínu nánasta umhverfi. Um var að ræða tilviksrannsókn þar sem Hofstaðir í Mývatnssveit voru nýttir sem dæmi, en svæðið sem rannsóknin náði yfir er Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit.

Í verkefninu var lögð áhersla á að öðlast innsýn í samfélagslegt gildi minjastaða fyrir heimamenn og kanna hvort, og þá hvernig, minjastaðir geti gagnast íbúum svæðisins, ásamt þeim mögulegu ávinningum sem hlotist hafa af þeim fornleifarannsóknum sem hafa farið fram á svæðinu í gegnum árin.

Rannsóknin skiptist í þrjá hluta; viðtöl við hagaðila, rýnihópsviðtal við heimamenn og spurningalista sem var sendur út á netinu til íbúa svæðisins.

Verkefnið var unnið að beiðni Minjastofnunar Íslands og er styrkt af evrópska styrktarsjóðnum ESPON. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu maí til september 2021 og verkefninu lauk með skýrslu með niðurstöðum rannsóknarinnar sem nálgast má HÉR.