Er ferðaþjónusta málið? Greining á hlutverki Vegagerðarinnar í sjálfbærri uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi

©Eyrún Jenný BjarnadóttirRannsóknamiðstöð ferðamála hlaut styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar í ársbyrjun 2023 fyrir verkefninu: Er ferðaþjónusta málið? Greining á hlutverki Vegagerðarinnar í sjálfbærri uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi.

Þróun ferðaleiða um landið nýtur aukinna vinsælda og byggir á samstarfi mismunandi aðila. Markmið rannsóknarinnar er að greina hlutverk Vegagerðarinnar þegar kemur að uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi. Auk þess verður rýnt í ákvarðanatökuna og verkferlið við þróun nýrra ferðaleiða.

Þær spurningar sem leitast verður eftir að svara eru: Hvaða hagaðilar koma að ákvarðanatöku  vöruþróunarferlisins og hvernig er samtalið þar á milli? Hverjar eru helstu áskoranir og  ávinningur ólíkra hagaðila við uppbyggingu og viðhald ferðaleiða á Íslandi?

Í rannsókninni verða skoðaðar þrjár ferðaleiðir sem hafa verið þróaðar af áfangastaðastofum landshlutanna. Þær eru:

  • Norðurstrandaleiðin: sem er 900 km leið um norðurströnd Íslands og opnaði formlega árið 2019.
  • Vestfjarðaleiðin: sem er 950 km leið um Vestfirði og opnaði við opnun Dýrafjarðarganga árið 2020.
  • Eldfjallaleiðin: sem er ný 540 km leið um suðurströnd Íslands.

Rannsóknin er viðtalsrannsókn þar sem tekin verða viðtöl við helstu hagaðila ferðaleiða. Verkefninu lauk með lokaskýrslu til Vegagerðarinnar í ársbyrjun 2024. Lokaskýrsluna má finna hér. 

Á vefsíðu Vegagerðarinnar má lesa betur um verkefnið.

Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is], Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is] og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] fara með umsjón verkefnisins.