Verkefni - Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu 2019

Um er að ræða endurtekningu könnunar sem framkvæmd var 2014 og 2017. Könnuð eru viðhorf og upplifun landsmanna á ferðamönnum og ferðaþjónustu haustið 2019. Jafnframt er kannað hvaða breytingar hafa átt sér stað frá síðustu könnunum.

Í könnuninni er notast við staðlaðan spurningalista sem byggir á víðtækri heimildarýni og fræðilegri úttekt á erlendum og innlendum rannsóknum á viðhorfum heimamanna. Spurningalistinn hefur verið í þróun frá því fyrsta landskönnunin var gerð 2014 og verið endurskoðaður og uppfærður reglulega í takt við þróun greinarinnar og áherslur stjórnvalda um öflun áreiðanlegra gagna.

Niðurstöður könnunar 2019 verða teknar saman á landsvísu og fyrir hvern landshluta vorið 2020. 

Niðurstöður könnunarinnar 2017 eru aðgengilegar á vefsvæði RMF ásamt skýrslu RMF um niðurstöður greiningar landskönnunar 2014 og skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 2014. 

 

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@hi.is]