Efnahagsleg áhrif AirBnb gestgjafa á samfélög á norðurslóðum

Fjöldi þeirra sem leigja út húsnæði í gegnum Airbnb á dreifbýlis- og jaðarsvæðum hefur færst í aukana á undanförnum áratug. Þjónustan sem Airbnb gestgjafar veita hefur laðað að ferðamenn og skapað nýjar tekjulindir og tækifæri til frumkvöðlastarfsemi á svæðunum, en ferðaþjónusta í kringum AirBnb getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á nærsamfélögin.

Verkefnið er norrænt samstarfsverkefni, styrkt af ACP (Nordic Arctic Co-operation Program) sjóð Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmið þess er að rannsaka hvaða hlutverki Airbnb gestgjafar gegna í byggðaþróun sem og sjálfbærri þróun áfangastaða á þremur norrænum dreifbýlissvæðum; Norðurlandi (Ísland), Norður-Jótlandi (Danmörk) og Nordland Noregur). Verkefnið hefur hlotið styrk til tveggja ára (2021-2023).

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, er verkefnisstjóri íslenska hluta verkefnisins en auk hennar vinnur Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, að verkefninu.