Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu

Samstarfsverkefni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Íslandsstofu og ferðamálastofu.

Verkefnið fólst í ítarlegri markhópagreiningu á erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Unnið var að líkani til að afla gagna frá markaðssvæðum landsins. Með því var lagður grunnur að viðmiðum til að skilgreina markhópa út frá lífsstíl og félagshópum. Einnig voru lögð drög að grunnflokkun gesta í markhópa fyrir miðaða markaðssetningu, ímyndaruppbyggingu og vöruþróun áfangastaða og þjónustu, enda hefur slík gagnaöflun til rannsókna forspárgildi.

Verkefnið hófs í júní 2015 var þá styrkt af atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti en Stjórnstöð ferðamála tók við umsýslu og fjármögnun framhaldsverkefnis árið 2016.

Gefnar voru út tvær áfangaskýrslur, sú fyrri af RMF í árslok 2015 en sú síðari af Háskólanum á Bifröst haustið 2016. 

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu - skýrsla I

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu: 

Skýrsla 1 - Markmið, bakgrunnur og aðferðir

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu - skýrsla II

 

 

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu: 

Skýrsla 2 - Spurningagrunnur

 

  

Markhópalíkan - skjáskot af vef ÍslandsstofuVerkefninu lauk haustið 2017 með útgáfu Markhópalíkans fyrir íslenska ferðaþjónustu sem vistað er á vef Íslandsstofu. 

 

 

Umsjón með hluta RMF: Dr. Edward Huijbens og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora @ unak.is]