Skemmtiferðaskip við Reykjavíkurhöfn: Könnun meðal farþega sumarið 2023

Rannsóknamiðstöð ferðamála mun leggja spurningakönnun fyrir skemmtiskipa farþega í Reykjavík sumarið 2023. Verkefnið er unnið fyrir Faxaflóahafnir í nánu samstarfi við Ferðamálastofu.

Markmið verkefnisins er að kortleggja ferðahegðun og útgjöld skemmtiskipa farþega sem koma í höfn í Reykjavík. Spurningakönnun sem byggir á fyrri könnunum RMF meðal farþega skemmtiskipa í öðrum landshlutum verður lögð fyrir farþegana.

Lýsigögnum úr könnuninni verður skilað til Mælaborðs ferðaþjónustunnar sem Ferðamálastofa heldur utan um en skýrslu með helstu niðurstöðum verðu einnig skilað til Faxaflóahafna. Verklok eru áætluð nóvember 2023.

Verkefnastjóri fyrir hönd RMF er Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is].