Ábyrg eyjaferðaþjónusta
Rannsóknamiðstöð ferðamála hlaut styrk úr Vísindasjóð Háskólans á Akureyri í ársbyrjun 2023 til þess að vinna að rannsóknaverkefni á ábyrgri eyjaferðaþjónustu í Hrísey og Grímsey.
Mikil náttúrufegurð og fuglalíf ríkir í Hrísey og Grímsey sem hefur laðað áhugasama ferðamenn að. Með aukinni aðsókn ferðamanna til eyjanna hafa tækifæri til vaxtar í ferðaþjónustu aukist. Í Hrísey og Grímsey búa samtals um 220 manns og færri dvelja í eyjunum allt árið um kring. Eyjarnar eru báðar partur af verkefninu Brotthættar byggðir þar sem markmiðið er að styrkja samfélög og auka atvinnu tækifæri fyrir heimamenn.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna eðli og áhrif ferðaþjónustu/-mennsku í Hrísey og Grímsey með þeim tilgangi að leggja grunn að gerð sjálfbærrar áfangastaðaáætlunar fyrir eyjarnar tvær.
Rannsóknin var unnin í samstarfi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum.
Verkefninu lauk vorið 2024 með útgáfu á skýrslu með öllum helstu niðurstöðum sem má nálgast HÉR.
Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is] fór með umsjón verkefnis, ásamt Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur.