Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu 2023

© Eyrún Jenný BjarnadóttirMeginmarkmið rannsóknarinnar er að meta viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamanna á landsvísu og eftir einstökum landshlutum. Rannsóknarverkefnið er skilgreint í rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024 og er hluti af reglubundinni söfnun hins opinbera á tímanlegum, áreiðanlegum og samanburðarhæfum gögnum og greiningum á viðhorfi Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamennsku til grundvallar ákvarðanatöku og markmiðasetningu í greininni.

Verkefnið fór fram á landsvísu 2014, 2017 og 2019 og þess á milli á nokkrum þéttbýlisstöðum. Stuttar kannanir voru gerðar 2021-2022.

Könnunin fór fram haustið 2023 og verða niðurstöður birtar vorið 2024. Niðurstöður verða birtar í samantektarskýrslum fyrir hvern landshluta og í heildarskýrslu með ítarlegri greiningu gagnanna ásamt samanburði við fyrri kannanir.

 

Viðhorf íbúa til skemmtiferðaskipa- og farþega 

Haustið 2023 var sérstök viðbótarkönnun framkvæmd á viðhorfum íbúa til skemmtiferðaskipa- og farþega á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík. Um er að ræða sérstaka viðbótarkönnun sem hefur að markmiði að fá innsýn í viðhorf íbúa til skemmtiferðaskipa- og farþega þeirra við þrjár stærstu móttökuhafnir skemmtiferðaskipa hér á landi og hvort munur sé á viðhorfum íbúa milli hafnarsamfélaganna. 

Hlekkur á samantekt niðurstaðna

Niðurstöður viðbótarkönnunarinnar voru kynntar á fundi Ferðamálastofu um málefni skemmtiferðaskipa sem fór fram 7. desember 2023  í Grósku.

Frétt Ferðamálastofu um niðurstöður könnunarinnar: Upplifun og viðhorf heimamanna til skemmtiferðaskipa

Rannsóknin er unnin fyrir Ferðamálastofu. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri sá um gagnaöflun.

Umsjón með rannsókninni hefur Eyrún Jenný Bjarnadóttir sérfræðingur RMF.