Kortlagning helstu leiða: Líkanagerð um staðbundna neyslu skemmtiskipafarþega (MBT)

Farþegakönnun á Akureyri ©Þórný BarðadóttirVerkefnið Kortlagning helstu ferðaleiða: Líkanagerð um staðbundna neyslu skemmtiskipafarþega (Mapping the Beaten Track: Modelling spatiotemporal tourism consumption - MBT) snerist um að kortleggja ferðahegðun og neyslu farþega skemmtiferðaskipa í heimsóknum þeirra á landi. 

Meginmarkmið verkefnisins var tvíþætt.
Annars vegar sneri það að samanburði á aðferðum við gagnaöflun og greiningu sem og niðurstöðum á fyrirliggjandi gögnum frá könnunum meðal skipafarþega á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð. Hins vegar var verkefninu ætlað að skapa vettvang fyrir fjölþjóðlegt rannsóknanet með það að markmiði að tengja rannsakendur á Norðurlöndum og leiðandi fræðimanna á sviði rannsókna meðal ferðamanna.

Á rannsóknartíma voru verkefnafundir og vinnustofur í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Uppsölum í Svíþjóð. RMF tók þátt í verkefnafundi í Kaupmannahöfn haustið 2022. 

Rannsóknin var styrkt til þriggja ára (2020-2023) af Norræna samstarfssjóðnum um rannsóknir í hug- og félagsvísindum (e. NOS-HS The joint committee for Nordic research councils in the humanities and social sciences).

Með verkefnisstjórn íslensks hluta fara Guðrún Þóra Gunnarsdóttir (gudrunthora@rmf.is), Þórný Barðadóttir (thorny@rmf.is) og Ása Marta Sveinsdóttir (asamarta@rmf.is)