Rannsóknahópur - Norrænt rannsóknanet um skemmtiskiparannsóknir

Skemmtiferðaskip við Akureyrarhöfn. ©Þórný BarðadóttirRMF á þátt í stofnun samstarfsnets fræðimanna sem beina rannsóknum sínum að umferð og heimsóknum skemmtiferðaskipa í norðri.

Stofnfundur samtakanna var haldinn um fjarfund síðla árs 2017 að undirlagi RMF annars vegar og Norlandsforskning í Noregi hins vegar. Í árslok 2017 höfðu fræðimenn frá á þriðja tug háskóla og rannsóknastofnana í 12 löndum skráð sig til þátttöku í rannsóknanetinu.

Þórný Barðadóttir [thorny@unak.is] stýrir hluta RMF í samstarfinu í samvinnu við Dr. Kristina Svels, sérfræðing á Norlandsforskning í Bodø í Noregi.

Unnið er að lista yfir þátttakendur í rannsóknarnetinu.

Listi yfir meðlimi NCRN.