Verkefni - Fjölmiðlar og ferðaþjónusta

Fjöldi ferðaþjónustutengdra frétta og fjölda erlendra ferðamanna til landsins. ©Þórný Barðadóttir

Greining á árhersluefnum íslenskra fjölmiðla í umfjöllunum um ferðamennsku og ferðaþjónustu á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á niðurstöðum frumrannsóknar (e. pilot study) sem framkvæmd var árið 2016. 

Til skoðunar þá var hvort og þá hvernig áhersla miðlanna hefði breyst samfara örum vexti ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Valdar voru til greiningar fréttir hérlendra netmiðla dagana eina viku í janúar og eina viku í júlí árin 2010-2016. Unnið var út frá kenningum um annars vegar mikilvægi fjölmiðla í upplýsingu almennings og hins vegar mótunaráhrifum fjölmiðla í þjóðmálaumræðunni hverju sinni.

Ferðaþjónusta aðal- eða aukaefni frétta. ©Þórný BarðadóttirRannsóknaraðferðin var innihaldsgreining (e. content analysis) þar sem greiningarflokkar tóku meðal annars mið af umfangi umfjöllunar og vægi ferðaþjónustu í fréttum; hverjir helstu viðmælendur miðlanna; hvort áhrif ferðaþjónustu væru sýnd jákvæð eða neikvæð; hvort áhersla væri lögð á orðnar eða þarfar aðgerðir stjórnvalda og ef annarra þá hverra. Niðurstöður frumrannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnum hérlendis og erlendis.

Áætlað er að niðurstöður nýrrar rannsóknar liggi fyrir í árslok 2018.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @ unak.is]