Komur skemmtiferðaskipa

RMF hefur unnið að öflun og úrvinnslu gagna um komur skemmtiferðaskipa til hafna landsins á undanförnum árum. Gögnin eru unnin til að ná fram samræmdum tölum um fjölda farþega og áhafnarmeðlima sem hvert skip skilar til viðkomuhafna, sem og brúttóþyngd skipa og dvalartíma þeirra í höfnum.

Í framhaldinu hefur RMF stýrt og tekið þátt í rannsóknum sem taka til umferðar skemmtiferðaskipa.

 

Móttaka skemmtiferðaskipa - skýrslaMóttaka skemmtiferðaskipa

Vorið 2017 stóð RMF fyrir viðtalsrannsókn meðal hagsmunaaðila móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip þar sem leitað var reynslu þeirra og upplifunar, auk sýnar á tækifæri, áskoranir, ávinning og stöðu verkferla og stefnumótunar um umferð skipanna hérlendis.

Til rannsóknar á móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip í héraði, var afmarkað rannsóknasvæði á Norðurlandi sem náði frá Fjallabyggð í vestri til Norðurþings í austri. Þar var rætt við fulltrúa hafna, sveitarfélaga og ferða- þjónustu. Að auki var rætt við fulltrúa skipaumboða, ferðaheildsala og hagsmunasamtaka sem svöruðu fyrir aðstæður á landsvísu.

Verkefni styrkt af Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Niðurstöðuskýrsla rannsóknarinnar birtist snemma árs 2018 

 ... það er bara, hver á að taka af skarið? Móttaka skemmtiferðaskipa við Norðurland 

 

Póla á milli? Samanburðarrannsókn

Poles Apart? Samanburðarrannsókn - skjáskotFramhaldsverkefni þar sem niðurstöður viðtala við hagsmunaaðila skemmtiferðaskipa eru bornar saman við niðurstöður sambærilegrar viðtalsrannsóknar sem framkvæmd var meðal móttöku- og þjónustuaðila skemmtiferðaskipa á Nýja-Sjálandi.

Skoðuð eru líkindi og það sem ólíkt er í aðstæðum landanna tveggja, upplifun þeirra og sýn á greinina.

Unnið er að útgáfu sameiginlegrar fræðigreinar sem stefnt er að birta árið 2018.

Þórný Barðadóttir fer með umsjón og framkvæmd rannsóknaverkefnanna en um rannsókn á Nýja Sjálandi sá dr. Tracy Harkison, Auckland University of Technology.

Unnið er að frekari starfi og útfærslum rannsóknaverkefna sem taka til umferðar skemmtiferðaskipa hérlendis sem sem erlendis.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@unak.is]

 

Ferðahegðun farþega skemmtiferðaskipa - frumrannsókn

Farþegakönnun 2017 - skjáskotKönnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn síðsumars 2017.

Spurningalistar lagðir fyrir farþega fyrir brottför skipanna. Spurt um ferðahegðun farþega, útgjaldaliði, ákvörðunar- og innkaupaferla auk ánægju farþega eða óánægju með ferð og heimsóknastað.

Meginmarkmið frumrannsóknarinnar könnun á möguleika aðferðar og gengi þess að fá farþega til að svara slíkum spurningalistum.

Niðurstöður framkvæmdaþáttar rannsóknarinnar sýna að vel gekk að ná til farþega. Samantekt niðurstaðna væntanleg.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@unak.is]

 

 

Ferðahegðun farþega skemmtiferðaskipa 2018

Spyrlar RMF við Akureyrarhöfn, 2018 © Þórný Barðadóttir

 - spurningakönnun og viðtöl

Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn sumarið 2018. Spurningalistar lagðir fyrir farþega fyrir brottför skipanna.

Könnun sem byggir á reynslu forkönnunar meðal farþega 2017. Endurskoðaður spurningalisti sem tekur mið af öðrum könnunum sem lagðar hafa verið fyrir ferðamenn á landinu. 

Leitað upplýsinga um ferðahegðun í landi, ferli ákvarðana, ánægjustig með heimsókn sem og útgjaldaliði farþega. 

Verkefni styrkt af Akureyrarstofu.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@unak.is]

 

 

 

Ferðahegðun farþega skemmtiferðaskipa 2019

Þórný Barðadóttir tekur við styrkveitingu frá KEA @ IEH

 - spurningakönnun og viðtöl

Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Siglufjarðar, Húsavíkur og Hríseyjarhafnir sumar 2019.

Spurningalistar lagðir fyrir farþega fyrir brottför skipanna. Könnun sem byggir á reynslu forkönnunar meðal farþega 2017 og farþegakönnunar frá Akureyrarhöfn sumarið 2019.

Spurningalisti frá sumri 2018 lagður fyrir auk þess sem tekin verða viðtöl við farþega. 

Leitað upplýsinga um ferðahegðun í landi, ferli ákvarðana, ánægjustig með heimsókn sem og útgjaldaliði farþega. 

Verkefni styrkt af KEA

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@unak.is]