Farþegar skemmtiferðaskipa: Könnun við Akureyrarhöfn 2018

Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn 2018

 - spurningakönnun 

 

Farþegakönnun Akureyri 2018

Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn sumarið 2018. Spurningalistar voru lagðir fyrir farþega stuttu fyrir brottför skipanna.

Könnunin byggði á reynslu sem fékkst við framkvæmd forkönnunar meðal farþega sumari 2017.

Við framkvæmd könnunar 2018 var lagt upp með endurskoðaðan spurningalista sem m.a. tók mið af mögulegum samanburði við niðurstöður kannana meðal landferðamanna á landinu.  

Markmið farþegakönnunarinnar var að leita upplýsinga um ferðahegðun farþega í landi, ferli ákvarðana, ánægjustig með heimsókn sem og útgjaldaliði farþega. 

Niðurstöður sýna hátt ánægjustig svarenda með viðdvölina á Akureyri og að heilt yfir var það mikil náttúrufegurð og snyrtimennska auk greiðvikni og glaðlegs viðmóts heimamanna sem stóð upp úr hjá gestunum. Það sem helst þótti skorta var hins vegar aðgengi að almenningssalernum auk almenningssamgangna og betri leiðbeiningar að söfnum.

Heilt yfir sýndu niðurstöður að aldur, búseta og ferðatilhögun ræður miklu um það hvernig farþegar taka ákvarðanir, hvort og þá hvar þeir leita sér upplýsinga, hvernig þeir haga ferðum sínum og hvaða athafnasemi verður fyrir valinu í viðkomu skipa á landi. 

Verkefnið var styrkt af Akureyrarstofu.

Samantekt með helstu niðurstöðum var birt snemma árs 2018 og má lesa hana hér:

Skemmtiferðaskip á Akureyri: Könnun meðal farþega 2018

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]