Farþegar skemmtiferðaskipa: Könnun við Húsavíkur- og Siglufjarðarhafnir 2019

 

Ferðahegðun farþega skemmtiferðaskipa 2019

 - Spurningakannanir við Húsavíkur- og Siglufjarðarhafnir

 

Farþegakönnun 2019 - samantekt

Sumarið 2019 stóð RMF fyrir könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa á Húsavík og á Siglufirði. Könnunin var ákveðið framhald fyrri kannana RMF: Forönnunar 2017 og Farþegakönnunar 2018.

Markmið farþegakönnunar 2019 var að kanna m.a. ferðahegðun, ákvarðanir, útgjöld og ánægju farþega sem heimsækja umsvifaminni skemmtiskipahafnir hérlendis og ná í leið samanburði við niðurstöður farþegakönnun 2018 á Akureyri. Við farþegakönnun 2019 var því lagður fyrir spurningalisti sem var óbreyttur frá þeim sem nýttur var við fyrirlögn við Akureyrarhöfn sumarið 2018.

 

Hér má sjá niðurstöður farþegakönnunar 2019 ásamt samanburði við farþegakönnun 2018.

Meðal þess sem farþegakannanir RMF leiða í ljós er að þátttaka farþega í skipulagðri afþreyingu er mikil en kaup á afþreyingu fara að langmestu leyti fram í gegnum skipafélögin. Þá eru skipin og skipafélög lang veigamesta upplýsingaveita farþega um viðkomustaði og það sem þar er í boði. Tekjur heimsóknasvæða skemmtiferðaskipa ráðast þar með mest af þeirri afþreyingu sem skipin beina farþega sínum í. 

Farþegakönnun 2019 var að hlua styrkt af KEA

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]