Frumkvöðlastarf og fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu (Touref)

Við Jökulsárlón © Íris H. Halldórsdóttir

Frumkvöðlastarf gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í ferðaþjónustu.

Ný fyrirtæki vinna gegn stöðnun í ferðaþjónustu þau auka fjölbreytni hennar og skapa íbúum aukna tekjumöguleika. Mörg þeirra fyrirtækja sem stofnuð eru í ferðaþjónustu eru lítil, oft fjölskyldufyrirtæki, þar sem reksturinn byggir að mestu á framlagi fjölskyldumeðlima. Slík fyrirtæki fela í sér ótal mörg tækifæri og ávinning en einnig ýmsar áskoranir sem mikilvægt er að rannsaka nánar.

Markmið þessa rannsóknarhóps er að efla þekkingu og skilning á frumkvöðlastarfi innan lítilla (fjölskyldu)fyrirtækja í ferðaþjónustu, þýðingu þess og eðli.

 

Atburðaskrá

 

Að frumkvæði rannsóknarhópsins er unnið að útgáfu nýrrar ritstýrðar bókar sem ber titilinn „Frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu: Þekking og áskoranir fyrir sjálfbæra framtíð“ (e. Tourism Entrepreneurship: Knowledge and Challenges for a Sustainable Future).

Markmiðið með þessari bók er að kanna tengsl frumkvöðlastarfs í ferðaþjónustu og sjálfbærrar ferðaþjónustu og jafnframt veita nýja innsýn í hlutverk og virkni frumkvöðlastarfs til þess að bregðast við hröðum breytingum og sveiflukenndu umhverfi ferðaþjónustunnar. Rauði þráður bókarinnar er hlutverk þekkingar til að bregðast við áskorunum sem frumkvöðlar í ferðaþjónustu standa frammi fyrir og hvernig hún stuðlar að sjálfbærri framtíð.

Bókin samanstendur af 10 köflum frá 31 höfundi sem koma víðsvegar frá Evrópu og víðar en landfræðileg áhersla kaflanna er Norður- og Suður- Evrópa.

Bókin verður gefin út af Palgrave MacMillan (hluti af Springer Group) og er væntanleg síðla árs 2024.

 

Desiderio J. García Almeida [dj.garcia@ulpgc.es], frá háskólanum í Las Palmas á Kanaríeyum stýrir hópnum

Íris Hrund Halldórsdóttir [irish@rmf.is] hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfsmaður hópsins.

 

Lista yfir meðlimi rannsóknahópsins má sjá hér