Frumkvöðlastarf og fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu (Touref)

Við Jökulsárlón © Íris H. Halldórsdóttir

Frumkvöðlastarf gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í ferðaþjónustu.

Ný fyrirtæki vinna gegn stöðnun í ferðaþjónustu þau auka fjölbreytni hennar og skapa íbúum aukna tekjumöguleika. Mörg þeirra fyrirtækja sem stofnuð eru í ferðaþjónustu eru lítil, oft fjölskyldufyrirtæki, þar sem reksturinn byggir að mestu á framlagi fjölskyldumeðlima. Slík fyrirtæki fela í sér ótal mörg tækifæri og ávinning en einnig ýmsar áskoranir sem mikilvægt er að rannsaka nánar.

Markmið þessa rannsóknarhóps er að efla þekkingu og skilning á frumkvöðlastarfi innan lítilla (fjölskyldu)fyrirtækja í ferðaþjónustu, þýðingu þess og eðli.

 

Atburðaskrá

 

Desiderio J. García Almeida [dj.garcia@ulpgc.es], frá háskólanum í Las Palmas á Kanaríeyum stýrir hópnum

Íris Hrund Halldórsdóttir [irish@rmf.is] hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfsmaður hópsins.

 

Lista yfir meðlimi rannsóknahópsins má sjá hér