Frumkvöðlastarf og fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu (Touref)
Frumkvöðlastarf gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í ferðaþjónustu.
Ný fyrirtæki vinna gegn stöðnun í ferðaþjónustu þau auka fjölbreytni hennar og skapa íbúum aukna tekjumöguleika. Mörg þeirra fyrirtækja sem stofnuð eru í ferðaþjónustu eru lítil, oft fjölskyldufyrirtæki, þar sem reksturinn byggir að mestu á framlagi fjölskyldumeðlima. Slík fyrirtæki fela í sér ótal mörg tækifæri og ávinning en einnig ýmsar áskoranir sem mikilvægt er að rannsaka nánar.
Markmið þessa rannsóknarhóps er að efla þekkingu og skilning á frumkvöðlastarfi innan lítilla (fjölskyldu)fyrirtækja í ferðaþjónustu, þýðingu þess og eðli.
Atburðaskrá
- Rannsóknamiðstöð ferðamála er þátttakandi í þriggja ára (2020-2023) Erasmus+ rannsóknarverkefni um lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu á krísutímum.
- Árið 2020 kom út grein eftir tvo meðlimi rannsóknarhópsins, þá Pedro M. Calero Lemes and Desiderio Juan Garcia Almeida. Greinin ber nafnið Immigrant entrepreneur knowledge in the tourism industry of island destinations og birtist hún í tímaritinu Tourism Geographies.
Desiderio J. García Almeida [dj.garcia@ulpgc.es], frá háskólanum í Las Palmas á Kanaríeyum stýrir hópnum
Íris Hrund Halldórsdóttir [irish@rmf.is] hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfsmaður hópsins.
Lista yfir meðlimi rannsóknahópsins má sjá hér