Markaðsrannsókn fyrir Markaðsstofu Norðurlands

Skagfirskir hestar © Elísabet Ögn JóhannsdóttirVerkefnið var samstarfsverkefni RMF og Háskólans á Hólum og var unnið að beiðni Markaðsstofu Norðurlands.

Verkefnið hófst í október 2018 og var meginmarkmið rannsóknarinnar að skoða ýmsa þætti sem varða markaðssetningu Norðurlands og þá markhópa sem sækja svæðið heim. Auk þess var áhersla á að ferðaþjónustu fyrirtæki á Norðurlandi gætu nýtt sér niðurstöður rannsóknarinnar og með því stuðla að hnitmiðaðri og skilvirkari markaðssetningu á Norðurlandi.

Rannsóknin skiptist í þrjú megin svið:
1. Rannsókn á markaðssetningu fyrirtækja á Norðurlandi
2. Ferðavenjur og viðhorf ferðamanna á Norðurlandi
3. Greining fyrirliggjandi gagna um ferðahegðun erlendra ferðamanna

Verkefnið var stutt af bæði Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gegnum Sóknaráætlanir.

Verkefninu lauk í ársbyrjun 2020 með útgáfu á þremur skýrslum sem hægt er að nálgast hér:

1. Markaðssetning ferðaþjónustufyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi

2. Ferðavenjur og viðhorf erlendra ferðamanna á Norðurlandi 

3. Ummæli ferðamanna á Instagram, TripAdvisor og Facebook

Verkefnisstjóri: Elísabet Ögn Jóhannsdóttir [elisabetogn@unak.is]