OUTPACE: Poppmenning í ferðaþjónustu

Rannsóknamiðstöð ferðamála var aðili að evrópska samstarfsverkefninu OUTPACE um áhrif og nýtingu poppmenningar í ferðaþjónustu.

Outpace var tveggja ára verkefni (2019-2021) fjármagnað af ESB Erasmus+ styrkjaáætluninni. Samstarfsaðilar verkefnisins komu frá menntastofnunum og fyrirtækjum í fimm löndum: Litháen, Bretlandi, Írlandi, Svíþjóð og Íslandi. Gedimino tækniháskólinn í Vilnius (VGTU) leiddi verkefnið.

Sífellt algengara er að nýir áfangastaðir líti dagsins ljós vegna tengsla þeirra við poppmenningu: sjónvarp, kvikmyndir og tónlist. Þó er ljóst að ýmis vannýtt tækifæri eru á þessu sviði ferðaþjónustunnar. Markmið OUTPACE var að vekja athygli á því hvernig poppmenning getur stuðlað að nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu. Í verkefninu voru þróaðar kennsluaðferðir sem styðja við þekkingarsköpun og aukna færni ferðaþjónustuaðila á þessum nýja vettvangi. Lögð var áhersla á að vinna náið með hagsmunaaðilum í hverju aðildarlandi fyrir sig til þess greina tækifæri og hindranir í því að nýta poppmenningu til vöruþróunar í ferðaþjónustu.

Verkefnisstjóri íslenska hluta verkefnisins var Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF en auk hennar vann Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur RMF, að verkefninu.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins: https://www.popculturetourism.eu/

Í tenglsum við verkefnið hefur verið útbúið fræðsluefni fyrir kennara, nemendur og ferðaþjónustuaðila um þá möguleika og áskoranir sem felast í nýtingu og áhrifum poppmenningar á ferðaþjónustu. Hægt er að nálgast efnið á heimasíðu OUTPACE undir 'Resources':

Kennslupakkar

Handbók um poppmenningar ferðaþjónustu

Outpace smáforritið

Myndbanda banki

Þar að auki var skýrsla með helstu niðurstöðum viðtala við hagaðila á Íslandi gefin út. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.